Gagnrýni á gagnrýni.

Gagnrýni á gagnrýni. Hef ákveðið að leyfa mér að svara gagnrýni frá Jóni Agnari Ólasyni sem birtist í Mogganum , núna 14 júlí.  Af hverju ætla ég að gera það. Jú , vegna þess að Jón Agnar setur í fyrirsögn fram spurningu sem hljóðar Best fyrir....hvern ?

 Ég tel mig geta veitt svör þar sem ég , þrátt fyrir að vera annar af stofnmeðlimum Best Fyrir , get stigið út fyrir ramman og gefið mitt álit á þessu verki , þar sem ég á ekki nema eitt lag og texta að nafninu til , þó að ég telji mig nú sem meðhöfund að vel flestu sem Elmar ákvað að skildi fara á þessa skífu . Ég til að mynda hefði aldrei ákveðið að syngja þessi lög og texta nema að því að mér fannst mikið í þá spunnið , flesta. Ég er nefnilega líka sammála Jóni Agnari í nokkrum atriðum. Þ.a.l er ég alveg boðlegur til að minnast á það sem miður fer í gagnrýni Jóns , en hann minnist einmitt nánast aðeins á það sem honum finnst miður og honum ekki líkar. Til að svara spurningu Jóns sem hljóðar Best fyrir...hvern ? að þá er því verulega auðsvarað. Platan er auðvitað fyrir okkur og okkar hugðarefni. Ef hún ætti að vera fyrir aðra, með því markmiði að fá t.d spilun á Rás 2 eða Bylgju, þá hefðum við ekki boðið uppá texta,sem Jón kallar reyndar torf, sem fjalla um alvarleg málefni sem hafa okkur snert, t.d dauðan sem kemur jú fyrir og skrifað er um í titilagi plötunar, sungið af Eyþóri Inga, hans frumraun á plötu. Upphafslag plötunnar, Dagur í lífi fjallar á einfaldan hátt um það að vera venjulegur maður sem vinnur fyrir sér og sínum, lætur sig hlakka til að komast heim eftir langan dag. Annars er textunum gerð ýtarleg skil við hvert lag, í textabæklingi.

 Nei, við ákváðum að standa með verkinu svona, en láta eiga sig að semja á einföldu máli, texta við grípandi popplag, sem miðað við spilalista útvarpstöðva, hefði átt meiri séns á spilun.Enda vorum við með eðalhóp af frábærum gestum, sem er hvergi minnst á nema auðvitað Rúnar Júl heitin, eðlilega. Hann söng sitt síðasta lag þarna og gerði þannig að það er með ólíkindum að lagið hafi ekki fengið meiri spilun. Aðrir gestir, sem okkur þykja allir það merkilegir að á það hefði mátt minnast, voru eins og áður segir, Eyþór Ingi,sem þarna syngur sitt fyrsta lag á skífu, Rúnar Þór,sem ekki hefur sungið á plötu síðan 1996 að ég held. Matti Matt syngur ástarlagið Aðeins sem Jón Agnar gefur ekki mikið fyrir textan í en að mínu mati er afar einlægt og fallega ort. Á rás 2 hljómar nú ótt og títt lag með textabrotinu, Þú ert svo sæt,mig langar að borða þig,reyni að hemja mig. Við berum reyndar mjög mikla virðingu fyrir léttum sumarsmellum, erum ofurseldir af aðdáun á Ingó veðurguði, Sálinni og Svörtu fötunum, svo fá dæmi séu tekin. Höfum talað um að létta textana en það hentaði ekki þessu verki.

 Svona til að loka þessu einhverntíman, þá finnst mér Jón Agnar ekki setja frá sér góða gagnrýni þarna, er reyndar sammála honum um nokkur lög sem hann nefnir, en finnst alveg vanta upplýsingar um plötuna og vinnuna sem að henni liggur.Umslag sem er faglegt og metnaðarfullt,í takt við innihald plötunar.Textar og skýringar með. Ekkert er gefið uppi með þá sem að plötunni koma, maður sér það oft í sérstökum haus, dökkletrað. Hef séð frá Jóni gagnrýni á önnur verk og einhvernvegin held ég að hann hafi oft lagt meira á sig. 

Við félaga minn og vin Elmar segi ég bara.3-0 undir í hálfleik,en andstæðingurinn er búin með öll sín tromp !!! Brynjar Davíðsson.

Best Fyrir

vol-2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þannig að leikurinn endar 3-3, fer í framlengingu og vítakeppni, þar sem þú tekur allavega þrjú með silkihanskanum og þið vinnið létt!?

Annars ekki mikil ástæða til að kippa sér mikið upp við svona skrif, hvort sem bara misvitrir MANGAR sem veljast í þetta!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2009 kl. 16:49

2 identicon

Ekkert víst að ég setji á mig silkihanskana,kannski bara berhentur.

Það er rétt að þetta er bara eins manns skoðun og ég hef í raun ekkert út á það að setja.Hefði bara viljað sjá faglegri og betri vinnnubrögð á bak við skrifin.Ég sjálfur var með efasemdir um margt í sambandi við plötuna og minn kæri vinur og félagi Elmar veit það alveg,en frá þessum gagnrýnanda hefur svo sem margt skrýtið komið,en ég virði hann að mörgu leiti.

Best Fyrir heldur áfram.

BD (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:40

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll! Flestar góðar plötur frá slæma gagnrýni í byrjun. Ef verkið er gott þá stenst það tímans tönn. Verst er að þessir gagnrýnendur virðast uppteknir af því að gefa slæma gagnrýni á það sem þeir ekki þekkja, þ.e. á tónlistarmenn sem ekki eru í þeirra vinahópi eða eru í sömu kreðsunni. Ég hef séð plötudóma þar sem gagnrýnandi lofar plötu vinar síns í hástert.... og heyrst svoleiðis hjá Andreu á Rás 2 Er það eðlilegt? Þarna eiga að gilda reglur um vanhæfi. Gott hjá þér að gagnrýna gagnrýnina. Kveðja að austan. Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.7.2009 kl. 09:46

4 identicon

Takk fyrir þetta Gummi.Það er fínt fyrir okkur,sem erum jú heldur betur aðdáðendur Sú Ellen að fá orð í belg frá þér.Við höfum heldur betur fengið jákvæð viðbrögð við því að gagnrýna þennan dóm.M.a frá þeim gestasöngvurum sem syngja á skífuni,eins og Matta Matt og Rúnari Þór. Og viti menn,allir virðast vita af þessu,hvað á ég að segja ,maður þekkir mann dæmi, sem er heldur betur á gangi.Ég nenni ekki að byrja að tjá mig um Rás-2 !!!!

En því skal haldið til haga að ég er sammála nokkru af því sem gagnrýnandi segir,enda hef ég mína skoðun á mörgu sem á plötunni er,en fannst bara vanta margt hjá honum til að þetta gæti kallast fullkláruð rýni.

Binni D

Binni D (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Best Fyrir

Höfundur

Brynjar Davíðsson
Brynjar Davíðsson
Hljómsveitin Best Fyrir er norðlensk útgerð.Við vorum að gefa út plötu á íslensku auðvitað.Tékkaðu á því !!

Tónlistarspilari

Best fyrir - fram á veg
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fiski 1
  • fiski 2
  • fiski 2
  • fiski 1
  • oo

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 16423

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband