Færsluflokkur: Tónlist

Gylfi Ægisson er einhver mesti snillingur okkar tíma.Fylgist með honum í Popppunkti,ég hef ekki hlegið jafn mikið í seinni tíma.Af hverju er þessi maður ekki fengin á Græna Hattinn til tónleikahalds.

p.s Gaman frá því að segja að spurt var um Best Fyrir í hraðaspurningunum,hvorugt bandið gat svarað en það glitti í það hjá Sigur Rós hehe.Spurning um að túra með þeim......

 


Rokk á ráðhústorgi !!

Best Fyrir kemur fram á tónlistarhátiðinni, Rokk á ráðhústorgi, á morgun.Tónleikar hefjast kl 15:00 og erum við númer tvö á svið,svona korter yfir eða svo.

Allir að mæta og horfa á Popphljómsveitina Best Fyrir.Aðrir sem spila eru m.a okkar ágæti vinur og félagi,Eyþór Ingi,Umsvif,Akureyri ! og Ína Valgerður idol.

strakarnir(2) Best Fyrir.... í mynd


BF-TV

Hér er linkur á viðtal við okkur,þar sem við förum yfir plötuútgáfuna og sögu okkar,í stuttu máli. Einnig má þarna sjá myndir frá upptökum og svo hljómar upphafslag plötunnar undir.

http://n4.is/tube/file/view/345/7

nefni það hér,meira um það síðar, að við erum að spila á útitónleikum á torginu hér á Akureyri, á laugardaginn næstkomandi.Stuð.

vol-2


Popppunktur 2.

Af því að við erum í stuði strákarnir,þá er hér önnur spurning sem tengist okkar fyrri plötu sem kom út 2003 og má auðvitað nálgast á www.tonlist.is

Hún heitir Lífið er aðeins..þessar stundir

Úr hvað Bubbalagi er titillin fengin að láni,eða stolin.Allavega lagið sem um ræðir er eitt hans fallegast,textin magnaður.

 líf

Binni D


Vaka Vaka

Komin er inn á www.tonlist.is önnur smáskífan af plötunni okkar.

Þetta er lagið Vaka Vaka,sungið af leðurbarkanum Rúnari Þór.

Endilega að kíkja á og þá sérstaklega umslagið sem er fengið að láni af gamalli ízlenskri plötu.Veistu hvaða plötu um ræðir ??

vakka Hér er smáskífan


Meira Best

Minni á að platan okkar nýja og reyndar gamla líka, er fáanleg á www.tonlist.is.

Einnig er tvö lög á www.youtube.com

Svo má bara senda póst á www.bestfyrir@gmail.com

Nú eða hafa samband með öðrum leiðum eða glöðum..

Við erum allavega glaðir með að lagið okkar,Ég þrái að lifa í flutningi Rúnna Júl er að kíkja á vinsældarlista rásar 2 og einnig á tónlist.is.

Spilamennska á næstuni....


Spilerí

Best Fyrir spilar á Dalvík, utan við ríkið á Föstudag kl.17.00

Allt verður væntanlega geggjað....


Best Fyrir - Fréttatilkynning.

Hljómsveitin Best Fyrir heldur útgáfutónleika á Allanum Akureyri  miðvikudagskvöldið 8. Apríl kl. 22. Kvöldið eftir eru svo tónleikar  í Ungó á Dalvík, kl 20:30 og 22:30. Hljómsveitin er að gefa út sína aðra breiðskífu sem mun fylgja eftir, frá árinu 2003 plötunni, Lífíð er aðeins...þessar stundir.  Sú plata hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda, m.a. hjá Arnari Eggert á Morgunblaðinu sem hældi óspart raunsæjum og vel smíðuðum textum, sem skildu eitthvað eftir sig. Nýja platan er rökrétt framhald og er hér sungið um lífið eins og það er, sorgir og sigra en þó fyrst og fremst hið mannlega í eðli okkar. Lífshringurinn er dregin upp, frá vöggu til grafar. Platan Á augnabliki...lokar þú augunum er afar vönduð plata með melódískum popplögum og íslenskum textum sem allir segja okkur sögur úr lífinu. Að þessu sinni fengu Elmar Eiríksson og Brynjar Davíðsson til liðs við sig fjölda gesta til að gefa verkinu meiri lit og fjölbreytni. Þeir eru söngvararnir Matthías Matthíasson, oft kallaður Matti Papi, Eyþór Ingi, kenndur við Bandið hans Bubba, Helgi Þórsson, leikritaskáld og Hljóðfæraleikari úr Eyjafirði, Rúnar Þór, Jónina Björk og síðast en ekki síst, Herra Rokk, Rúnar Júlíusson sem söng lag sem reyndist verða hans síðasta sem er útgefið á plötu. Lagið heitir Ég þrái að lifa og er nú þegar fáanlegt á www.tonlist.is. Hljómsveitin Best Fyrir hefur verið til um þó nokkurt skeið, eða frá árinu 1995. Elmar og Brynjar hafa verið í sveitinni frá upphafi en í dag eru um borð að auki trommuleikarinn Sverrir Freyr Þorleifsson, bassaleikarinn Bergþór Rúnar Friðriksson og gítarleikarinn, Guðmundur Pálmason. Þá er harmonikkuleikarinn Hans Guðmundsson gestur í nokkrum lögum. Upptökumaður var Gunnlaugur Helgasson, sem er einnig bassaleikari Papanna. Meira má fræðast um Best Fyrir á vefsvæðum eins og www.bestfyrir.blog.iswww.nemendur.khi.is/elmareiriog svo er það auðvitað Myspace og Facebook.

Stór Dagur

Í dag verður lagið Ég þrái að lifa, í flutningi Rúnars Júlíussonar frumflutt á Bylgjunni.Að sjálfsögðu hvetjum við fólk til að hlusta.

í kvöld verða svo lokaupptökur á söng fyrir komandi plötu.

Útgáfutónleikar verða svo á Allanum og í Ungó á Dalvík,meira um það síðar.


Viðtal vegna Rúnars Júl.

Hinsta kveðja Rúnars Júl

mynd
Fjölskyldan á góðri stundu Rúnar, María, Júlíus og Baldur leika saman í stofunni í Keflavík. Bræðurnir eru nú að leggja lokahönd á síðasta lagið sem faðir þeirra gefur út, Ég þrái að lifa, en innihald textans er hinsta kveðja sögumanns.

„Texti lagsins er eiginlega ótrúlegur miðað við aðstæður," segir Baldur Guðmundsson, sonur Rúnars heitins Júlíussonar. Hann er ásamt bróður sínum, Júlíusi Frey, að leggja lokahönd á síðasta lagið sem gefið verður út með föður þeirra.

Lagið hefur ekki heyrst áður en það heitir Ég þrái að lifa og er eftir Elmar Sindra Eiríksson. Lagið verður frumflutt í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á mánudaginn en það er hljómsveitin Best fyrir sem leikur undir.

Að sögn Baldurs er innihald textans hinsta kveðja sögumanns sem setur lagið í nýtt samhengi.

Sagan á bakvið upptökuna á laginu er ótrúleg að sögn Baldurs. Hún átti sér stað fyrir norðan í fyrra, nánar tiltekið á Fiskideginum mikla á Dalvík.

„Við vorum þarna saman fjölskyldan og það kemur að máli við Rúnar tónlistar-maður að nafni Elmar," útskýrir Baldur en Elmar þessi var að setja saman plötu með efni eftir sjálfan sig og bað Rúnar um að syngja fyrir sig lag. Að venju tók Rúnar vel í þá bón og söng lagið inn á sunnudeginum.

„Hann setti það ekki fyrir sig þótt hann hefði verið að spila og syngja í tjöldum á bæði föstudags- og laugardagskvöldinu. Elmar kom bara og sótti hann í hádeginu á sunnudeginum og fór með hann í upptökuverið. Við spáðum síðan ekkert meir í þetta," útskýrir Baldur.

Skömmu eftir fráfall Rúnars hafði Elmar samband við fjölskylduna og sendi þeim upptökuna með laginu, bað þau þó að vera ekki mikið að spá í textann. Baldur segir að þau hafi ekki verið í ástandi til að hlusta og því hafi upptakan legið óhreyfð í dágóðan tíma. „Hann hafði síðan samband við okkur aftur fyrir um hálfum mánuði og bað okkur um að hlusta á lagið en hafa smá fyrirvara á textanum," segir Baldur.

Textinn er hins vegar ótrúlegur í ljósi aðstæðna því sögumaðurinn er að deyja, lagið er hans hinsta kveðja. Baldur bætir því við að systir Elmars sé listakona, hún hafi málað mynd af Rúnari og þau hafi mælt sér mót helgina sem Rúnar féll frá.

„Myndatextinn á myndinni er ótrúlega lýsandi fyrir þessa röð tilviljana; það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig," segir Baldur. Hann bætir því við að þegar fjölskyldan hafi tekið saman síðasta ár Rúnars á lífi hafi þeim orðið það ljóst að hann skildi eftir sig fáa lausa enda. „Hann var listamaður Reykjanesbæjar, fékk heiðursverðlaun á tónlistarverðlaununum og náði að gifta sig auk þess að slá síðasta tón Hljóma í Cavern Club," segir Baldur.

Lagið kemur út á plötu Elmars, Á augnabliki lokar þú augunum, en mun að öllum líkindum einnig rata á endurútgáfu fyrstu stóru plötu Rúnars, Hvað dreymdi sveininn? Baldur segir þó ekkert ákveðið hvort lagið muni hljóma í Laugardalshöllinni á minningartónleikunum 2. maí. „Tónleikadagskráin er vel á veg komin og við vitum ekki hvort við komum því að."

Og það er mikill áhugi á tónleikunum því uppselt er á A+ og C-svæði og örfáir miðar til á A- og B-svæði. Menn verða að hafa hraðar hendur ef þeir vilja verða vitni að þessum einstaka tónleikaviðburði því hann verður hvorki tekinn upp og gefinn út á DVD-diski né sýndur í sjónvarpi. Þá hefur verið gengið frá því að Shady Owens, fyrrum söngkona Trúbrots, fljúgi sérstaklega til Íslands og syngi á tónleikunum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Best Fyrir

Höfundur

Brynjar Davíðsson
Brynjar Davíðsson
Hljómsveitin Best Fyrir er norðlensk útgerð.Við vorum að gefa út plötu á íslensku auðvitað.Tékkaðu á því !!

Tónlistarspilari

Best fyrir - fram á veg
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fiski 1
  • fiski 2
  • fiski 2
  • fiski 1
  • oo

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband