Fréttir

Hérna kemur viðtal sem var við Fyrirliða Best Fyrir,í Bæjarpóstinum á Dalvík.Einnig að finna á www.dagur.net

 

Mánudagur 16. mars 2009 12:53
Hljómsveitin Best Fyrir með nýja skífu
-Útgáfutónleikar í Ungó á Skírdag

Hljómsveitin Best Fyrir er að senda frá sér nýja breiðskífu og af því tilefni verða haldnir  tvennir útgáfutónleikar í Ungó á Dalvík á Skírdag, fimmtudaginn 9. apríl kl. 20:30 og kl. 22:30. Diskurinn ber heitið ,,Á augnabliki...lokar þú augunum.” og inniheldur 12 lög, popprokkblönduð. Elmar Sindri Eiríksson er höfundur flestra laga og texta, en einnig má finna lög og texta eftir Brynjar Davíðsson og Jón Helgason. Skífan er tekin upp á ,,Upptökuheimili” Gunnlaugs Helgasonar í Ólafsfirði og sér hann einnig um alla vinnslu hennar.

 

Að sögn Elmars stofnuðu hann og Brynjar Davíðsson hljómsveitina Best Fyrir árið 1995 og hefur hún starfað með hléum síðan. ,,Við vorum aktífir að spila í byrjun og fram til ársins 1997. Þá hættum við en tókum svo upp þráðinn árið 2002 og gerðum plötu. Aftur kom lægð í þetta hjá okkur þangað til í janúar 2007 að við Brynjar fórum að æfa og semja  og fljótlega uppúr því kviknaði hugmyndin af plötunni, og nú er hún sem sagt orðin að veruleika.”

 

Það hafa margir spilað með okkur í gegnum tíðina en núverandi útgáfa af Best Fyrir, sem varð til í maí 2008, er þannig skipuð: Bergþór Rúnar Friðriksson: bassi, Brynjar Davíðsson: söngur, Elmar Sindri Eiríksson: kassagítar, Guðmundar Aðalsteinn Pálmason: rafgítar og Sverrir Freyr Þorleifsson: trommur.

Á nýju skífunni voru kallaðir til sex gestasöngvarar sem flytja hver eitt lag. Þeir eru: Rúnar Þór Pétursson, Rúnar Júlíusson, Helgi Þórsson, Matthías Matthíasson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Jónína Björk Stefánsdóttir.

 

Þeim sem vilja eignast eintak af nýju skífunni er bent á að senda tölvupóst á elmarsindri@gmail.com eða hringja í s: 824 2707 og panta eintak.

 

Best fyrir?

Nafnið á hljómsveitinni er óneitanlega svolítið sérstakt. Aðspurður segir Elmar það þannig tilkomið að þeir Brynjar voru að vinna saman í Nettó á sínum tíma og áttu það til að ræða um helsta hugðarefnið, hljómsveitina ef tími gafst til. ,,Við vorum búnir að velta nafninu fyrir okkur lengi. Einhvern tíma vorum við svo að raða mjólkurvörum inn í kæli og þessi orð blöstu við okkur á hverri pakkningu. Við fórum eitthvað að grínast með að þetta væri gott nafn á sveitina og einhvern veginn festist þetta svo bara við okkur."

 

Skífan á tilboði!

Sem fyrr segir verða tónleikarnir í Ungó á skírdag kl. 20:30 og kl. 22:30 og kostar skitnar 1000 krónur inn, auk þess sem nýja skífan verður seld á sérstöku tilboðsverði. eða einungis 1000 kr. einnig. Engin kort takk! Elmar segir að Best Fyrir hafi einu sinni áður spilað á Dalvík, fyrir allmörgum árum. ,,Ég vona bara að það komi eitthvað fleiri til að hlusta á okkur núna,” segir hann glottandi, en harðneitar að gefa upp hversu margir áheyrendur voru á fyrri tónleikunum.

 

Tryggið ykkkur miða á tónleikana í tíma með því að senda línu á elmarsindri@gmail.com eða hringja í s: 824 2707.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Best Fyrir

Höfundur

Brynjar Davíðsson
Brynjar Davíðsson
Hljómsveitin Best Fyrir er norðlensk útgerð.Við vorum að gefa út plötu á íslensku auðvitað.Tékkaðu á því !!

Tónlistarspilari

Best fyrir - fram á veg
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fiski 1
  • fiski 2
  • fiski 2
  • fiski 1
  • oo

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband