Aftur í tíma..

Ég sett iþessa færslu inn á bloggasíðu sem ég hélt úti,var reyndar nokk öflugur á bloggi frá2003-7.

www.binnid.bloggar.is

Engin athugasemd

Til Baka Í Tíma....Brynjar Davíðsson

Er að upplifa svolítið sérstakt þetta kvöldið.Ekkert spes að gerast og því eins og oft áður í slíkum aðstæðum fer maður inn í herbergi, sem hýsir tölvu og tónlist,setur disk í og blastar headfóna.Fyrst leitar maður að einhverju spennandi og það getur verið svo margt.

 

Allt í einu rek ég augun í diskinn sem ég og Elmar gáfum út 2003 og jú þetta kvöldið ákvað ég að setja hann í.Komin tími til að rifja upp þetta ævintýri sem þessir 6-7 mánuðir voru.Þrátt fyrir að maður hafi nú tekið rokkaralífið, helst til of bókstaflega á stundum.

 

Það sem kemur mér mest á óvart er hvað þetta er sterkt,allavega núna þetta ágæta kvöld.Ég rifja upp kvöldin sem við lögðum í þetta ég Elmar og Atli og það voru nokkuð mörg kvöld.Kannski sándið sé nú ekki pottþétt en ég skynja leikgleði all svaðalega þarna.Lögin eru mörg hver bara fínustu smíðar og textarnir,ja hvað skal segja…..Þrungnir.

 

Í plötudómi sem hinn geðþekki Arnar Eggert setti í moggan,að ég held eftir að Elmar var búin að hóta honum öllu íllu,segir meðal annars….

 Textarnir eru þá verðugir athugunar. Það er orðið allt of sjaldgæft að íslenskar dægurlagasveitir bjóði upp á texta með einhverju innihaldi - í mesta lagi eru menn að stunda kersknislega orðaleiki. Best fyrir bjóða hins vegar upp á dimmúðlega texta sem fjalla um sorgbundin málefni eins og geðsjúka vini, þunglyndi, vonlaus ástarsambönd, ástarsýki, horfin æskuár, brostnar vonir o.s.frv., allir þeirra haglega saman settir. Góðu heilli fylgja textarnir með og þeim fylgja skýringar sem ramma umfjöllunarefnin skemmtilega inn. Í myrkustu köflunum er næstum eins og hemjulaus biturð búi viðkomandi skáldum en textar eins og "Mig dreymdi þennan draum" og "Brosið" vísa þó sem betur fer veginn til heilnæmrar bjartsýni og raunsæis” 

Já þetta var um margt skemmtilegur tími þó að eftirleikurinn hafi kannski ekki verið fyrirfram skrifaður.Það er komin tími á nýja plötu,vonandi við þremeningar skellum í eina í vetur.Með engum öðrum vildi ég eyða tíma í svona verkefni heldur en þeim snillingum Elmari og Atla,nema vera skildi að maður gerðist sóló..ég er til.Ég leyfi Arnari Eggert að eiga síðasta orðið um leið og ég klára að hlusta á diskinn minn,sem mér hreinlega er farið að þykja vænt um…..

 Skemmst er frá því að segja að þetta er um margt glúrin plata og sker sig að ýmsu leyti frá venjubundnu (og oft þreytandi) popprokki. Tónlistin er melódískt rokk, nýbylgjuskotið og einhverra hluta vegna dettur mér í hug New Jersey-sveitin ágæta The Smithereens. Líklega vegna þess að stundum gára nettar REM/háskólarokksöldur undir lögunum auk þess sem söngurinn er tilfinningaríkur og opinn, grófur og svona hæfilega lagviss. Þetta allt gæðir sönginn sjarma þó í einstaka tilfellum sé hann fullstirður. Í lögum eins og "Fram á veg" og mig "Dreymdi þennan draum" er styrkur Best fyrir greinilegastur. Metnaðarfullar lagasmíðar þar sem kaflaskiptingar eru þægilega ófyrirsjáanlegar, viðlög rödduð og þessi lög sitja ósjálfrátt eftir í huganum þegar þeim sleppir. "Möttu augun" og "Gleðipillan" eru í svipuðum farvegi; angistarfullar smíðar og kröftugar. “ 

Það er auðvelt að nálgast þetta á www.tonlist.is ef menn hafa áhuga.

líf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svipað kvöld hjá mér. Held við höfum alltaf gengið Fram á veg þegar upp er staðið elsku vinur minn

Hjálmurinn (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Best Fyrir

Höfundur

Brynjar Davíðsson
Brynjar Davíðsson
Hljómsveitin Best Fyrir er norðlensk útgerð.Við vorum að gefa út plötu á íslensku auðvitað.Tékkaðu á því !!

Tónlistarspilari

Best fyrir - fram á veg
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fiski 1
  • fiski 2
  • fiski 2
  • fiski 1
  • oo

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband