Best Fyrir - Fréttatilkynning.

Hljómsveitin Best Fyrir heldur útgáfutónleika á Allanum Akureyri  miðvikudagskvöldið 8. Apríl kl. 22. Kvöldið eftir eru svo tónleikar  í Ungó á Dalvík, kl 20:30 og 22:30. Hljómsveitin er að gefa út sína aðra breiðskífu sem mun fylgja eftir, frá árinu 2003 plötunni, Lífíð er aðeins...þessar stundir.  Sú plata hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda, m.a. hjá Arnari Eggert á Morgunblaðinu sem hældi óspart raunsæjum og vel smíðuðum textum, sem skildu eitthvað eftir sig. Nýja platan er rökrétt framhald og er hér sungið um lífið eins og það er, sorgir og sigra en þó fyrst og fremst hið mannlega í eðli okkar. Lífshringurinn er dregin upp, frá vöggu til grafar. Platan Á augnabliki...lokar þú augunum er afar vönduð plata með melódískum popplögum og íslenskum textum sem allir segja okkur sögur úr lífinu. Að þessu sinni fengu Elmar Eiríksson og Brynjar Davíðsson til liðs við sig fjölda gesta til að gefa verkinu meiri lit og fjölbreytni. Þeir eru söngvararnir Matthías Matthíasson, oft kallaður Matti Papi, Eyþór Ingi, kenndur við Bandið hans Bubba, Helgi Þórsson, leikritaskáld og Hljóðfæraleikari úr Eyjafirði, Rúnar Þór, Jónina Björk og síðast en ekki síst, Herra Rokk, Rúnar Júlíusson sem söng lag sem reyndist verða hans síðasta sem er útgefið á plötu. Lagið heitir Ég þrái að lifa og er nú þegar fáanlegt á www.tonlist.is. Hljómsveitin Best Fyrir hefur verið til um þó nokkurt skeið, eða frá árinu 1995. Elmar og Brynjar hafa verið í sveitinni frá upphafi en í dag eru um borð að auki trommuleikarinn Sverrir Freyr Þorleifsson, bassaleikarinn Bergþór Rúnar Friðriksson og gítarleikarinn, Guðmundur Pálmason. Þá er harmonikkuleikarinn Hans Guðmundsson gestur í nokkrum lögum. Upptökumaður var Gunnlaugur Helgasson, sem er einnig bassaleikari Papanna. Meira má fræðast um Best Fyrir á vefsvæðum eins og www.bestfyrir.blog.iswww.nemendur.khi.is/elmareiriog svo er það auðvitað Myspace og Facebook.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Best Fyrir

Höfundur

Brynjar Davíðsson
Brynjar Davíðsson
Hljómsveitin Best Fyrir er norðlensk útgerð.Við vorum að gefa út plötu á íslensku auðvitað.Tékkaðu á því !!

Tónlistarspilari

Best fyrir - fram á veg
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fiski 1
  • fiski 2
  • fiski 2
  • fiski 1
  • oo

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 16430

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband